Hrafnkatla
Þjónustan okkar
Hrafnkatla býður upp á fjölbreytta starfsemi fyrir börn og ungmenni. Þjónustan er sveigjanleg og sérsniðin að þörfum hvers og eins með áherslu á öryggi, stuðning og vellíðan.
Búsetuúrræði
Við bjóðum upp á einstaklingsbundið búsetuúrræði fyrir börn og ungmenni sem þurfa öruggt og faglegt umhverfi með stöðugum stuðningi. Í búsetuúrræðinu fær einstaklingurinn aðstoð við daglegt líf, virkni og félagsleg samskipti.
Lögð er áhersla á traust samband, stöðugleika og er unnið að auknu sjálfstæði og jákvæðri framtíðarsýn. Umfang stuðnings og þjónustu er ákveðið í samráði við viðkomandi aðila.
Fjölskylduheimili
Fjölskylduheimilið Hrafnkatla er búsetuúrræði sem veitir 12–20 ára ungmennum öruggt og stuðningsríkt heimili. Á heimilinu er pláss fyrir allt að fjögur börn og unnið er út frá tengslamyndandi nálgun og gagnreyndum aðferðum.
Vistun til skamms- og langtíma. Við styðjum ungmenni í skóla, vinnu og félagslífi með gagnreyndum aðferðum og tengslamyndandi nálgun.
Bráðavistun
Við bjóðum bráðavistun fyrir ungmenni allan sólarhringinn, allt árið. Bráðavistun veitir skjól og öryggi í neyð og er hönnuð til að veita öruggt umhverfi þegar þörf er á brýnni aðstoð.
Hvíldar- og sumardvöl
Möguleiki er á reglulegri hvíldar- og sumardvöl, hvort sem er yfir helgi eða viku í senn. Þetta gefur börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til hvíldar í öruggu umhverfi.
Einstaklingsstuðningur
Við bjóðum upp á einstaklingsstuðning fyrir börn og ungmenni. Stuðningurinn er sniðinn að þörfum hvers barns og fer fjöldi klukkustunda eftir samkomulagi og því sem óskað er.
Markmiðið er að efla sjálfstraust, félagsfærni og samfélagsþátttöku, auk þess að styðja barnið við að takast á við daglegar áskoranir í öruggu og hvetjandi umhverfi.
Óboðað eftirlit
Við bjóðum upp á óboðað eftirlit á heimili foreldra og barna þegar þess er óskað. Markmiðið er að tryggja öryggi barnsins og fylgjast með að aðstæður séu viðunandi og í samræmi við þarfir barnsins.
Eftirlit með umgengni
Við bjóðum upp á eftirlit með umgengni með því markmiði að tryggja öryggi barnsins og stuðla að jákvæðri, öruggri og innihaldsríkri gæðastund milli barns og foreldris.
Stuðnings- og ráðgjafaþjónusta
Starfsmenn eru til taks til að taka að sér fjölbreytt verkefni og veita markvissan stuðning og leiðsögn fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur í daglegu lífi og uppeldishlutverki. Þjónustan fer að mestu fram á heimilum og miðar að því að efla færni, auka öryggi og bæta samskipti innan fjölskyldunnar.
Starfsfólk Hrafnkötlu veitir hagnýta leiðsögn um foreldrafærni, uppeldi, heimilishald, skipulag daglegs lífs og sjónrænt skipulag, auk aðstoðar við athafnir daglegs lífs. Þjónustan er einstaklingsmiðuð og unnin í nánu samstarfi við skóla, heilbrigðisþjónustu og aðra fagaðila til að tryggja samfellu og heildstæðar lausnir í nærumhverfi einstaklinga.
Greiningar- og leiðbeiningarvistun
Hrafnkatla býður upp á greiningar- og leiðbeiningarvistun fyrir börn og foreldra sem þurfa stuðning við að takast á við uppeldi. Vistunin hentar foreldrum sem glíma við vanlíðan, áfengis eða vímuefnavanda, þurfa stuðning og leiðbeiningar eða þegar nauðsynlegt er að fylgjast sérstaklega með umönnun, samskiptum og öryggi barna.
Vistun fer fram í íbúð eða herbergi í húsnæði fyrir fjölskyldur, með það að markmiði að skapa öruggt og stuðningsríkt umhverfi þar sem börn og foreldrar geta unnið að framförum saman.
Um okkur
Hrafnkatla býður upp á margvíslega þjónustu sem miðar að því að styðja börn og ungmenni í öruggu og faglegu umhverfi. Markmið Hrafnkötlu er að efla sjálfstraust, félagsfærni og farsæld einstaklinga og styðja þá í átt að auknu sjálfstæði, ábyrgð og bættum lífsgæðum með framtíðina að leiðarljósi.
María Liv Biglio
Framkvæmdarstjóri
B.Sc. í sálfræði og M.Sc. í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Hefur einnig lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu, starfsendurhæfingu, áfengis- og vímuefnamálum, farsæld barna og uppeldis- og foreldraráðgjöf frá Háskóla Íslands.
Starfar hjá barnavernd og er fósturforeldri. Vinnur með börnum með fjölþættan vanda.
Hefur leyfi skv. 84. gr. barnaverndalaga nr. 80/2002 og GEV nr. 88/2021.
Kristinn Sævar Magnússon
Rekstrarstjóri
Flugumferðarstjóri hjá Isavia síðan 2017. Réttindi í Norður/Vestur, Suður/Austur, ásamt OJTI.
Starfandi lögreglumaður frá 2013-2018. Lauk Lögregluskóla Ríkisins 2014.
Löggiltur Fasteignasali frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2021.
Hefur leyfi skv. 84. gr. barnaverndalaga nr. 80/2002 og GEV nr. 88/2021.
Hafðu samband
Við leggjum ríka áherslu á samvinnu við fjölskyldur og fagfólk til að tryggja velferð ungmennanna
Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á
hrafnkatla@hrafnkatla.is
eða hringja í símanúmer
772-5330
Staðsetning: Digranesvegur, Kópavogur